Vortónleikar í Tónlistarskola Ísafjarðar eru margir og fjölbreyttir að vanda.
Hér á eftir er listi yfir helstu tónleika sem framundan eru:
Á Ísafirði:
Miðvikudagskvöldið 4. maí kl. 20:00 VORÞYTUR lúðrasveitanna
Sunnudaginn 8. maí kl. 17:00 VORSTRENGIR strengjasveita T.Í. í Hömrum
Miðvikudagskvöldið 11. maí kl. 19:30 Vortónleikar I – aðalæfing sama dag kl.15:30
Fimmtudagskvöldið 12. maí kl. 19:30 Vortónleikar II – aðalæfing sama dag kl.15:30
Mánudagskvöldið 16. maí kl. 19:30 Vortónleikar III – aðalæfing sama dag kl.15:30
Þriðjudagskvöldið 17. maí kl. 19:30 Vortónleikar söngnema og öldunga
Miðvikudagskvöldið 18.maí kl. 19:30 Vortónleikar IV – aðalæfing sama dag kl.15:30
Á Flateyri:
Föstudaginn 20.maí kl. 18:00 Vortónleikar í Eyrarodda
Tónlistarnemar á Þingeyri héldu vortónleika sína rétt fyrir páska og tónlistarnemar á Suðureyri koma fram á tónleikum á Ísafirði.
Búið er að raða hljóðfæranemum niður á tónleikana á Ísafirði og nemendur eiga að fá heim fréttabréf í dag eða á morgun með upplýsingum hvenær þeir eiga að spila.
Tónleikalögin eru væntanlega tilbúin, og foreldrar eru hvattir til að fylgjast með því að börnin undirbúi sig af kostgæfni og samviskusemi, mæti stundvíslega á æfingar og tónleika og hafi samband við kennarann, ef eitthvað kemur upp á.
Nemendur þurfa sannarlega á hvatningu og stuðnigi að halda við undirbúning tónleika og geta foreldrar veitt slíkan stuðning með ýmsu móti, ekki síst með því að skapa nemandanum frið og tíma til æfinga.
Það er gífurlegt púsluspil að koma saman tónleikadagskrá svo vel fari, þar sem nemendur og kennarar eru oft uppteknir á mismunandi tímum og því ekki alltaf unnt að hafa systkini á sömu tónleikum þó það sé vissulega alltaf reynt.