Vortónleikar tónlistarnema í Þingeyrarkirkju

12. maí 2010 | Fréttir

Tónlistarnemar á Þingeyri halda sína vortónleika í Þingeyrarkirkju á uppstigningardag, fimmtudaginn 13.maí, kl. 14:00. Um 30 atriði eru á dagskránni, sem er afar fjölbreytt. Leikið er á píanó, hljómborð, fiðlu, harmóníku, blokkflautu, gítar og fleira, auk þess sem söngur skipar veglegan sess. það er tónlistarhjónin Krista og raivo Sildoja sem hafa umsjón með tónleikunum. Allir eru velkomnir.

 

Myndin var tekin tónlistarkennurum og -nemendum í Þingeyrarkirkju vorið 2007.