Vortónleikar tónlistarnema í Þingeyrarkirkju

6. apríl 2011 | Fréttir

Tónlistarnemar í útibúi Tónlistarskóla Ísafjarðar á Þingeyri halda vortónleika sína fimmtudaginn 14.apríl nk. kl. 18:00 í Þingeyrarkirkju. Á dagskránni er samspil áberandi og leika nemendurnir í litlum hópum en einnig leika allir saman í lok tónleikanna. Þá er samsöngur á dagskránni.
 
Dagskráin er mjög aðgengileg enda eru mörg laganna þekkt. Má þar nefna lög á borð við Hopelessly devoted to You,  Sunset, Sunrise, Fernando, Mamma Mia, Alparós og svo mætti áfram telja. Ákveðið var að halda tónleikana í Þingeyrarkirkju í tilefni af 100 ára afmæli kirkjunnar á þessu ári.

Það eru tónlistarhjónin Krista og Rivo Sildoja sem hafa alla umsjón með tónleikunum.

 

Meðf. mynd var tekin á vortónleikum tónlistarnema í Þingeyrarkirkju vorið 2007.

 

Sunnudaginn 10.apríl verður haldið upp á afmæli kirkjunnar með hátíðarmessu kl 14:00, þar sem kirkjukórinn syngur og Selvadore og Tuuli Raehni leika á klarinett og píanó. Að lokinni messu er boðið upp á kaffi og kökur í Félagsheimilinu á Þingeyri og þar serður einnig boðið upp á tónlist: Kirkjukór Þingeyrar syngur og Krista og Ravo Sildoja leika eistnesk þjóðlög.
 

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is

Nýlegar færslur