Vortónleikar söngdeildar T.Í

17. maí 2018 | Fréttir

Verið velkomin á vortónleika söngdeildar T.Í.

Margt hefur drifið á daga okkar í söndeildinni þetta skólaárið. Í stað þess að hafa einungis jóla- og vortónleika ákváðum við að bæta við tvennum tónleikum, öðrum til að heiðra Dag íslenskrar tungu og hinum til heiðurs Degi raddarinnar. Við fengum Söngskólann í Reykjavík í heimsókn til okkar og tók hluti deildarinnar þátt í mjög svo skemmtilegri uppfærslu Söngskólans á Leðurblökunni í Edinborgarhúsinu. Söngnemar hafa einnig verið áberandi í samfélaginu í vetur, við áttum verðuga fulltrúa á samfés, Söngkeppni félagmiðstöðvanna, og Söngkeppni framhaldsskólanna og stóðu þeir sig með stakri prýði.  Þær stöllur í Between Mountains sem einnig stunda nám við T.Í voru svo valdar bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverlaununum í vetur. Tónlistarskóli Ísafjarðar tók upp samstarf við Menntaskólann á Ísafirði þetta skólaárið um uppsetningu á Konungi ljónanna sem sló svo eftirminnilega í gegn en þar tók stór hluti söngdeildarinnar einnig þátt.

Við ætlum að ljúka þessu fallega söngári með tónleikum  í Hömrum í dag kl. 18:00, verið hjartanlega velkomin.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is