🎶
Vortónleikar Skólakórsins í Hömrum 16. maí kl. 19.
Skólakór Tónlistarskólans er á leiðinni á norrænt kóramót í Danmörku. Skólakórinn hefur æft í allan vetur fyrir mótið undir stjórn Bjarneyjar Ingibjargar. Norbusang kóramótið verður að þessu sinni í Fredericia í Danmörku stendur yfir 8.-12. maí.
Á heimasíðu Norbusang kemur fram að hátíðin sameini barna- og unglingakóra frá öllum Norðulöndum, til að syngja saman í vinnuhópum halda tónleika fá nýjar hugmyndir eignast nýja vini og njóta samverunnar.
Kórstelpurnar okkar, með dyggum stuðningi foreldra, hafa safnað fyrir ferðinni í vetur með ýmsum hætti. Vel hefur gengið að safna, en ennþá vantar í ferðasjóðinn.
Tekið verður við frjálsum framlögum við innganginn.
Fyrir og eftir tónleika verða seldir græðlingar og pottaplöntur til styrktar Skólakórnum.
Einnig er hægt að styrkja Skólakórinn með því að leggja inn á reikning kórsins:
Reikningur 556 14 601208 og kt. 650269 1289
🇮🇸 🇩🇰
.
Nordbusang kóramótið verður að þessu sinni í Fredericia í Danmörku stendur yfir 8.-12. maí.
🇮🇸 🇩🇰