Vortónleikar á Flateyri

18. maí 2010 | Fréttir

 

     Vortónleikar útibús Tónlistarskóla Ísafjarðar á Flateyri verða í dag þriðjudaginn 18. maí kl. 18:00 í mötuneyti Eyrarodda.  Þar koma fram nemendur á píanó, gítar og trommur, auk þess sem nemendur Grunnskólans á Flateyri munu stíga dans undir stjórn Evu Friðþjófsdóttur danskennara. 

Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill.