Nú fara í hönd vortónleikar við skólann. Á þriðjudaginn voru fyrstu tónleikarnir í útibúi skólans á Suðureyri en í dag, fimmtudag, byrja tónleikar hér á Ísafirði í Hömrum, tónleikasal skólans.
Við bjóðum alla hjartanlega velkomna á tónleikana og hlökkum til að heyra í nemendunum sem hafa lagt vinnu í að undirbúa sig.
Hér á síðunni undir „Fréttir og tilkynningar“ eru upplýsingar um alla tónleika sem verða í vor ásamt efnisskrám.