Vorið í Tónlistarskólanum

5. júní 2025 | Fréttir

Í vor var ýmislegt um að vera í skólanum. Vortónleikar, nemendaheimsókn á Eyri og Hlíf, þemadagar og skólaslit. Forskólinn hélt sína eigin tónleika þar sem þau fluttu frumsamin lög með eigin bulltexta og spiluðu á hristur sem þau höfðu búið til úr plastdollum, hrísgrjónum og baunum. Ásta forskólakennari stýrði þessu með miklum myndarskap og nemendur voru ákaflega stoltir af vinnunni sem þau höfðu lagt í verkefnið.

Eftir vortónleika voru þemadagar þar sem nemendum var boðið að velja sér smiðjur. Fjölbreyttar og skemmtilegar smiðjur voru í boði og höfðu nemendur úr ýmsu að velja. Skólaslit voru haldin 30.maí og þar heiðruðum við okkar kæru Ágústu Þórólfsdóttur píanókennara fyrir 42 ára ævistarf hér við skólann. Að þvi tilefni spiluðu tveir nemendur Ágústu þær Hildur Lóa Steingrímsdóttir og Gabríela Rún Rodriguez fjórhent á píanó. Þeir Guðmundur Halldórsson og Aram Nói Norðdahl Widell nemendur Jóns Mars Össurarsonar deildu með sér aðalverðlaunum þetta árið en þeir brutu blað í sögu skólans með því að ljúka grunnprófi í trommuleik í vor með lofsverðurm árangri. Verðlaun Ísfirðingafélagsins hlaut Matilda Harriet Mäekalle píanónemandi Beötu Joó. Við þökkum öllum nemendum og kennurum kærlega fyrir veturinn og hlökkum til að sjá ykkur aftur í haust.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is

Nýlegar færslur