Við Djúpið 2024

27. júní 2024 | Fréttir

Það má með sanni segja að tónlistarhátíðin Við Djúpið hafi sett svip sinn á Ísafjörð dagana 17. til 22 júní. Hver viðburðurinn á fætur öðrum prýddi dagskrà hátíðarinnar, en heimamenn og aðrir gestir tóku vel á móti listamönnunum sem komu fram á hátíðinni og tónleikar voru vel sóttir. Ísfirskir og aðrir íslenskir listamenn voru áberandi á hátíðinni, en einnig ber að nefna þýsku hljómsveitina Orchester Im Treppenhaus, bandaríska tríóið Antigoni og landa þeirra Ellis Ludwig-Leone tónskáld. Tónleikarnir voru hver öðrum ólikari þar sem flutt voru ný verk í bland við gömlu meistarana.

Meðfylgjandi eru myndir af hátíðinni.

 

 

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is

Nýlegar færslur