Vetrarfrí og fleiri forföll

11. október 2015 | Fréttir

Vetrarfrí verður í skólum á Ísafirði föstudaginn 16. og mánudaginn 19.október,og gildir það einnig um Tónlistarskóla Ísafjarðar. Skólinn er lokaður þessa tvo daga. Þá verður um helmingur kennara á námsferðalagi fimmtudaginn 15.október og þriðjudaginn 20..október þannig að hjá þeim fellur kennsla niður þá tvo daga einnig.
Hver kennari lætur sína nemendur vissulega vita af forföllum í tengslum við vetrarfríið og ferðina, en til öryggis eru eftirfarandi upplýsingar:


ENGIN kennsla  í skólanum dagana 16. og 18.okt. meðan vetrarfrí er í Grunnskólanum


Kennararnir sem fara í ferðina verða auk þess að fella niður kennslu fimmtudaginn 15.október og þriðjudaginn 20.október eru:
Ágústa, Beáta, Bjarney Ingibjörg, Dagný, Ingunn Ósk, Jón Mar, Lech, Madis, og Sigríður.

Sigrún ritari veður einnig með í för og skrifstoafn því opin að takmörkuðu leyti.

 

Því miður komast ekki allir kennarar skólans í ferðina, og munu þeir kenna þessa tvo daga eftir sinni venjulega stundaskrá:

Þessir kennarar eru: Iwona, Janusz, Rúna, Sigrún Pálma, Sig. Friðrik og Tuuli.


Hulda Bragadóttir aðstoðarskólastjóri verður heima, heldur skrifstofunni opinni eftir því sem unnt er og mun hún einnig sjá um frístundina þessa tvo daga, þannig að kórar 1.-4.bekkjar verður á sínum stað.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is