
Föstudaginn 17. október og mánudaginn 20. október er vetrarfrí í Tónlistarskóla Ísafjarðar. Kennarar hafa val um að taka vinnustyttingu í kringum vetrarfrísdagana og mun hver kennari senda sínum nemendum upplýsingar um sitt fyrirkomulag þessa daga. Grunnskólinn er með vetrarfrí um svipað leiti nema hjá þeim eru einnig starfsdagar 21. og 22. október en þá er kennsla í Tónlistarskólanum.
Ef nemandi er í burtu þessa daga biðjum við ykkur vinsamlega að tilkynna forföll til viðkomandi kennara eða senda póst á tonis@tonis.is