Velheppnaðir vortónleikar tónlistarnema á Þingeyri

15. apríl 2011 | Fréttir

Tónlistarnemar á Þingeyri héldu vortónleika sína í Þingeyrarkirkju í gærkvöld, fimmtudagskvöldið 14.apríl,  fyrir nánast fullu húsi áheyrenda. Dagskráin var einstaklega fjölbreytt, samleikur og samsöngur af ýmsu tagi, 15 tónlistaratriði en flytjendur voru  21 talsins á ýmsum aldri. Leikið var á hljómborð, píanó, blokkflautu, fiðlu, harmóníku, gítar, rafgítar og trommur auk söngs. Tónleikunum lauk með því að allir nemendurnir sameinuðust ásamt kennurunum sínum, þeim Kristu og Raivo Sildoja, í laginu sívinsæla, „Mamma mia“ við mikinn fögnuð áheyrenda sem risú úr sætum til að lýsa hrifningu sinni.

Skólastarfinu er ekki lokið þótt vortónleikarnir séu búnir og eru ýmis verkefni framundan eftir páska og í maí.

 

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is

Nýlegar færslur