Á laugardaginn var stóð Tónlistarskólinn fyrir námskeiði í þjóðlagatónlist sem haldið var í Félagsheimilinu á Þingeyri. Þátttakendur voru 11 talsins, frá Þingeyri, Ísafirði og bíldudal, en kennarar var eistneska tónlistarkonan Krista Sildoja, en hún er einmitt sérfræðingur í þjóðlegri tónlist. Þátttakendurnir sungu og dönsuðu og léku á hljóðfærin sín, sem voru fiðlur, harmóníkur, hljómborð, gítar, banjó og mandólín. Lögin sem æfð voru voru frá Írlansi, Eistlandi, Íslandi og Bandaríkjunum. Námskeiðið var í tilefni af menningarhátíðinni Veturnætur í Ísafjarðarbæ.