Urður og Iðunn í Upptakti
Tveir nemendur Tónlistarskólans, systurnar Urður og Iðunn Óliversdóttir unnu hvor um sig til verðlauna með tónsmíðum sínum í Upptakti, tónsköpunaverðlaunum barna og ungmenna. Þær munu því fara í tónlistarsmiðju með nemendum skapandi tónlistarmiðlunar við Listaháskólann, auk þess að vinna að útsetningum undir leiðsögn nemenda Tónsmíðadeildar.
Öll tónverkin sem komust áfram verða flutt á glæsilegri tónleikadagskrá í Hörpu 18. apríl. Tónleikarnir eru hluti af opnunarhátíð Barnamenningar í Reykjavík. Hljóðfæraleik og framkvæmd annast fagfólk í tónlist. Öll verkin sem flutt verða á tónleikunum hljóta tónsköpunarverðlaunin: Upptakturinn 2023.
Til hamingju Iðunn og Urður! Og Helga Björt og Óliver!