Tvennir vortónleikar um helgina

18. maí 2012 | Fréttir

Tvennir vortónleikar nemenda Tónlistarskóla Ísafjarðar verða í Hömrum nú um helgina.

Í dag, föstudaginn 18.maí kl. 17:30, verða tónleikar í Hömrum þar sem fram koma söngnemar og hljóðafæranemar í blandaðri dagskrá.  Á dagskránni eru verk eftir Bach, Chopin, Rachmaninoff o.fl. og fjölbreytt úrval sönglaga frá ýmsum tímum.  Á sunnudagskvöld kl. 19:30 flytja fjórir söngnemar skólans fjölbreytta dagskrá sönglaga, ljóðasöngva og aríur.

Allir eru velkomnir á tónleikana.