Tríóið Sírajón leikur í Hömrum

11. janúar 2011 | Fréttir

Kammertónleikar verða haldnir á vegum Tónlistarfélags Ísafjarðar kl. 16:00 á laugardag 15.janúar í Hömrum. Þar kemur fram tríóið Sírajón, sem skipað er Laufey Sigurðardóttur fiðluleikara, Einari Jóhannessyni klarinettleikara og Önnu Áslaugu Ragnarsdóttur píanóleikara. Á efnisskránni eru verk eftir Vanhal, Alban Berg, Darius Milhaud og frumflutt verður nýtt verk eftir Ísfirðinginn Jónas Tómasson, sem hann skrifaði sérstaklega fyrir tríóið. Þá flytur tríó-ið svítu úr Sögunni af dátanum eftir Stravinsky.

Tónleikarnir eru aðrir áskriftartónleikar Tónlistarfélags Ísafjarðar á þessu starfsári. Áskriftarkort gilda, en einnig verða seldir miðar við innganginn á 2.000 krónur og 1.500 krónur fyrir ellilífseyrisþega, en skólafólk 20 ára og yngra fær ókeypis

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is