Tríóið Parallax í heimsókn á Ísafirði

11. maí 2015 | Fréttir

Norska tríóið Parallax heimsótti Ísafjörð um liðna helgi og hélt "vinnustofu" fyrir kennara og tónleika fyrir almenning í Hömrum, sal Tónlistarskóla Ísafjarðar.

Vinnustofan fyrir kennara fólst einkum í spunaþjálfun og samleik á alls kyns hljóðfæri eða eins og einn kennarinn orðaði það: "við lærðum að framlengja hljóðfærin okkar, búa til nýjar víddir.". Þátttakendur voru 5 kennarar og tóku sumir þeirra einnig þátt í tónleikunum um kvöldið. Tónleikarnir voru ákaflega fjölbreyttir og skemmtilegir en áheyrendur því miður fáir.

Norska hópnum er innilega þakkað fyrir komuna og einnig á Hafdís Bjarnadóttir tónskáld sérstakar þakkir skildar fyrir að senda það til okkar hingað vestur.

Tríóið er annars skipað þeim Stian Omenaas á trompet og slagverk, Are Lothe Kolbeinsen á gítar og mbira, og Ulrik Ibsen Thorstrud á trommur, slagverk og sög.