Heil og sæl
Nú hefst annað viðburðaríkt skólaár hér í Tónlistarskóla Ísafjarðar. Framundan eru spennandi dagar þar sem bæði ný og kunnugleg andlit munu hittast hér á göngum skólans. Eins og fram hefur komið í vor byrja hjá okkur þrír nýir kennarar þau Jóna G. Kolbrúnardóttir sem mun sjá um söngkennslu, Jórunn Björk Magnúsdóttir sem mun sjá um fjölbreytt hópastarf og hafa umsjón með eldri skólakór skólans sem tekur á ný til starfa eftir að hafa legið í árs dvala. Síðan mun Jorge Sesinando sjá um slagverkskennslu þetta skólaár.
Það er hægt að sækja um í forskóla og kórastarf á heimasíðu skólans. Umsókn
Ásta Kristín mun sjá áfram um forskólahópa og þetta árið verður starfandi framhaldshópur í Forskólanum (2.bekkur) Forskóli 2 og Dagný Hermannsdóttir mun sjá áfram um kennslu barnaskórsins (3.-4. bekkur)
Tónlistarskóladagatal 2025-2026
Hér koma nokkrar upplýsingar um upphaf haustannar. Skrifstofan opnar þann 19. ágúst kl. 10:00. Starfsdagar verða daganna 21.-26. ágúst, skólasetning þann 27. ágúst og fyrsti kennsludagur 28.ágúst.
Á komandi dögum munu kennarar hafa samband við skráða nemendur og finna þeim tíma í stundatöflu og reynt verður eftir fremsta megni að koma til móts við óskir hvers og eins. Biðlistar hafa myndast á einstaka hljóðfæri og biðjum við þá sem hafa í hug að breyta skráningu að hafa samband við skólann sem fyrst.
Tónlistarskólinn vonast til þess að sjá sem flest í hópastarfi skólans með von um met umsóknir í kóra og forskólastarf vetrarsins. <3
Ef einhverjar spurningar um starfið vakna er hægt að senda á netfang skólans tonis@tonis.is