Í ár eru liðin 75 ár frá stofnun Tónlistarskóla Ísafjarðar
Tónlistarskóli Ísafjarðar var stofnaður árið 1948 og er því 75 ára í ár. Við ætlum að fagna tímamótunum á ýmsan hátt yfir árið. Fyrsti viðburðurinn er að á sumardaginn fyrsta verður opnuð sögusýning um skólann*. Síðan rekur hver viðburðurinn annan. Meðal annars má nefna að Hamrar fá andlitslyftingu, skólinn tekur þátt í að setja upp söngleik með Litla Leikklúbbnum, það verða svokallaðir Heimilistónar, þar sem litlir tónleikar verða í boði í heimahúsum, tónlistarhátíðin Við Djúpið verður tileinkuð afmælinu og Opið hús í haust verður glæsilegra en áður.
Fréttir af viðburðum verða settir hér inn á síðuna og á fasbókarsíðu skólans.
*Arnheiður Steinþórsdóttir vinnur að sögusýningunni. Netfangið hennar er HÉR.