Tónlistarnemar annast tónlistarflutning í messu

19. mars 2010 | Fréttir

Barnakór og Stúlknakór Tónlistarskóla Ísafjarðar sjá um söng og hljóðfæraleik í guðsþjónustu í Ísafjarðarkirkju sunnudaginn 21. mars kl. 11:00. Kórarnir syngja sálmana og félagar í kórunum leika forspil og eftirspil. Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir stjórnar kórunum og Hulda Bragadóttir organisti leikur undir með þeim.