Tónlistarkennsla hefst á miðvikudag!

9. apríl 2012 | Fréttir

 Grunnskólinn á Ísafirði byrjar á morgun þriðjudag 10.apríl, en kennsla í Tónlistarskóla Ísafjarðar hefst á miðvikudag.

Árum saman hefur þriðjudagur eftir páska verið frídagur nemenda og gengið var út frá því við gerð skóladagatals tónlistarskólans, og því miður áttuðu skólastjórnendur sig ekki á þessu ósamræmi fyrr en of seint. Héðan af verður þessu ekki breytt á þessu ári og því verður ekki kennsla á morgun.