Tónlist er fyrir alla – ráðstefna í Hörpu

14. september 2022 | Fréttir

Kennarar Tónlistarskólans brugðu sér á ráðstefnu 450 tónlistarkennara í Hörpu í síðustu viku. Slíkar samkomur eru mjög gagnlegar til að fá ferskar hugmyndir og sjá hvað aðrir eru að gera, efla tengslanet og uppgötva ný tækifæri í tónlistarkennslu.

Eins og yfirskriftin ber með sér, var margt rætt sem má telja nýstárlegt miðað við hina hefðbundnu einkakennslu á hljóðfæri. Ef tónlist á að vera fyrir alla, þurfum við að leiða hugann að fleiru en börnum á grunnskóla- og framhaldsskólaaldri. Aldraðir eru hópur sem gjarnan verður út undan í tónlistarsköpun, jaðarhópar, svo sem þau sem búa við geðræn vandamál, lága þjóðfélagsstöðu foreldra, lítil efni. Þá má nefna að fullorðið fólk getur fengið ómælda lífsfyllingu með tónlistariðkun, bæði í hóp og einstaklingskennslu.

Mýmörg verkefni sem tengjast jaðarhópum voru kynnt, m.a. verkefnið Tungumálatöfrar frá Ísafirði. Ljóst var að umræður gáfu okkur innblástur til að kanna hvernig við getum náð betur út í samfélagið á Ísafirði og ekki síst hvernig við náum til hópa sem virkilega þurfa á því að halda til aukinna lífsgæða, en hafa ekki tækifæri til þess. Við hlökkum til að útvíkka þær hugmyndir.

Dagný Arnalds og Jóngunnar sögðu frá Tungumálatöfrum

Jón Hilmar Kárason sagði frá tónlistarkennslu á netinu

Ráðstefnugestir í Hörpu

Tryggvi M. Baldvinsson og Elín Anna Ísaksdóttir frá Listaháskólanum

Rick Beato, bandarískur tónlistarmaður, kennari og YouTube stjarna hélt erindi

Kynnar ráðstefnunnar; Sigrún Grendal og Jóhann I. Benediktsson

Bergþór og Albert buðu Ísfirðingunum á ráðstefnunni í mat. Frá vinstri: Ágústa, Margrét, Rúna, Örn, Jón Mar, Albert, Iwona, Januzs, Judy, Bjarney og Guðrún.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is

Nýlegar færslur