Vegna slæmrar veðurspár hefur nemendatónleikunum, sem vera áttu í Hömrum í kvöld, verið frestað til mánudagsins 2.mars kl. 19:30 og verður aðalæfing fyrir tónleikana einnig á mánudag kl. 15.30.
Kennt verður skv. stundatöflum í skólanum í dag a.m.k. fram eftir degi meðan veður leyfir.
Við tökum stöðuna á kennslu morgundagsins í fyrramálið, fylgjum Grunnskólanum í því efni amk hvað varðar nemendur á grunnskólaaldri. Kannski verður veðrið gott seinni partinn og þá verður kennt – og vonandi verður hægt að hafa Ísófóníuæfinguna á morgun.