Tónleikar, próf og skólaslit

9. maí 2019 | Fréttir

 

Maí 2019

Tónleikar, próf og skólaslit  

Nú í maí verður að venju mikill fjöldi tónleika á vegum skólans, en lúðrasveitir skólans hófu leikinn í gær með Vorþyt í Hömrum.

Tónleikalögin eru að verða tilbúin hvert af öðru og foreldrar eru hvattir til að fylgjast með því að börnin undirbúi sig vel, mæti stundvíslega á æfingar og tónleika og hafi samband við kennara ef eitthvað kemur uppá. Nemendur þurfa á hvatningu og stuðningi að halda við undirbúning tónleika og geta foreldrar veitt slíkan stuðning með ýmsu móti, ekki síst með því að skapa nemandanum frið og tíma til æfinga. Eins og við vitum öll er maí afar annasamur mánuður hjá nemendum og uppskeruhátíðir víða. Við reynum eftir fremsta megni að koma til móts við óskir foreldra og nemanda um tónleika- og æfingatíma en ekki er alltaf unnt að verða við þeim.

Vortónleikaröðin:  

Miðvikudagur  8. maí              kl. 20:00                       Vorþytur Lúðrasveita T.Í. í Hömrum

Þriðjudagur 14. maí                 kl. 17:00                       Vortónleikar I í Hömrum- aðalæfing kl. 14:30

Miðvikudagur 15. maí             kl. 18:00                       Vortónleikar II í Hömrum- aðalæfing kl. 14:30

Miðvikudagur 15. maí             kl. 20:00                       Vortónleikar III í Hömrum- aðalæfing kl. 16:00

Fimmtudagur 16. maí              kl. 18:00                       Vortónleikar IV í Hömrum- aðalæfing kl. 14:30

Fimmtudagur  16. maí             kl. 20:00                       Vortónleikar V í Hömrum- aðalæfing kl. 16:00

Mánudagur 20. maí                 kl. 20:00                       Tónleikar söngdeildar í Hömrum

Þriðjudagur 21. maí                 kl. 18:00                       Tónleikar útibúa T.Í. á Flateyri og Suðureyri

Miðvikudagur 22. maí             kl. 18:00                       Tónleikar útibús T.Í. á Þingeyri

Fimmtudagur 23. maí              kl. 17:00                       Tónleikar barnakóra T.Í. í Hömrum

 

 

 

 

 Prófdagar verða á tímabilinu 10. -23. maí.
Níu nemendur munu þreyta áfangapróf að þessu sinni en áætlað er að þau verði 20. maí. Nokkrir nemendur taka stigspróf og langflestir nemendanna
taka vorpróf.  Vorprófin eru hugsuð sem uppskera náms nemenda og æfing fyrir stigs- og áfangapróf

Sunnudaginn 19. maí kl. 17:00 munu nokkrir fyrrum nemenda skólans flytja tónleikadagskrá í Hömrum undir stjórn Bjarneyjar Ingibjargar Gunnlaugsdóttur. Skólakórinn sem gerði garðinn frægan á Lokahátíð nótunnar árið 2013 rifjar upp gamla takta í tilefni 70 ára afmælis skólans. Við hvetjum alla til þess að mæta í Hamra og njóta skemmtilegra og Fjölbreyttra tónleika!

Skólaslit og lokahátíð skólans verður miðvikudaginn 29. maí kl. 18:00 í Ísafjarðarkirkju.  Að þessu sinni mun hið talaða orð víkja fyrir tungumáli tónlistarinnar enda hefur þetta sjötugasta afmælisár skólans einkennst af stórum tónlistarverkefnum þar sem nemendur og kennarar

skólans hafa farið á kostum. Að venju verða veitt verðlaun fyrir námsárangur og kennarar afhenda einkunnir.

Skráning er hafin fyrir skólaárið 2019-2020 og eru aðstandendur nemenda skólans sem ekki eru búnir að óska eftir áframhaldandi námi beðnir um að láta vita hvort þeir hafi hug á að halda áfram námi sínu. Hægt er að senda tölvupóst á netfangið tonis@tonis.is eða hafa beint samband við skrifstofu á opnunartíma í síma 450-8340.  Einnig er hægt að sækja um rafrænt á heimsíðu skólans www.tonis.is Við hvetjum nemendur og forráðamenn til  að sækja um sem fyrst til að tryggja sér  skólavist

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is