Tónleikar listaháskólanema á miðvikudagskvöld

29. september 2009 | Fréttir

Miðvikudagskvöldið 30.september kl. 20:00 verða tónleikar í Hömrum þar sem fram koma 15 tónlistarnemar úr Listaháskóla Íslands auk hóps nemenda úr Tónlistarskóla Ísafjarðar. Á tónleikunum verða frumflutt verk, sem samin voru á námskeiðinu „Skapandi tónlistarmiðlun“, sem staðið hefur yfir í Hömrum á vegum Listaháskóla Íslands síðustu daga. Þá verða væntanlega á dagskránni fleiri verk eftir því sem tími tækifæri gefst til.

Allir eru velkomnir á tónleikana og aðgangur er ókeypis.

Þess má geta að í hópnum eru tveir Ísfirðingar, Helga Margrét Marzellíusardóttir söngnemi og Halldór Smárason tónsmíðanemi.