Tónleikar í Hömrum: Á niðurleið!

28. janúar 2010 | Fréttir

Tónlistarfélag Ísafjarðar heldur 2. áskriftartónleika sína á starfsárinu laugardaginn 6.febrúar nk. kl. 15:00. Tónleikarnir bera yfirskriftina „Á niðurleið! “ en þar koma fram þau Bjarni Thor Kristinsson bassasöngvari og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari. Þau ætla að feta sig niður tónstigann í leit að djúpum bassanótum og merkingu þeirr og á dagskránni eru aríur, ljóð og sönglög sem stefna niður á við og rista djúpt.  Hér eru á ferðinni tónleikar fullir af alvöru og húmor!
Áskriftarkort gilda – miðaverð við innganginn kr. 1.500. Ókeypis f.tónlistarnema 20 ára og yngri.
Sannkölluð söngskemmtun framundan!

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is