Tónleikar í dag kl. 17

28. október 2015 | Fréttir

Í dag, miðvikudaginn 28.október, kl. 17, halda 5 nemendur Beötu Joó, píanókennara tónleika í Hömrum.

Tónleikarnir eru í tilefni af þátttöku nemendanna í píanókeppni Íslandsdeildar EPTA, sem haldin verður í Salnum í Kópavogi dagana 3.-8.nóvember.  Nemendurnir sem fram koma í dag eru Anna Anika Jónína Guðmundsdóttir, Matilda Mäekalle, Pétur Ernir Svavarsson, Rebekka Skarphéðinsdóttir og Þuríður Kristín Þorsteinsdóttir. Dagskráin er fjölbreytt og skemmtileg, allir velkomnir.