Tónleikar á Veturnóttum

20. október 2021 | Fréttir

Á Veturnóttum, föstudaginn 22. október kl. 12, verður skólastjórasprell í Edinborgarhúsinu.

Sigrún Pálmadóttir, aðstoðarskólastjóri TÍ / sópransöngkona, Bergþór Pálsson, skólastjóri TÍ / barítónsöngvari og Margrét Gunnarsdóttir skólastjóri Listaskóla Rögnvaldar / píanóleikari, flytja létt lög úr ýmsum áttum í Edinborgarhúsinu föstudaginn 22. október kl. 12.

Aðgangur ókeypis meðan húsrúm leyfir.