Tónlistarskóli Ísafjarðar býður upp á námskeið í þjóðlagaspili „ Spilað eftir eyranu“ laugardaginn 23.október . Námskeiðið stendur yfir í um 4 klst. og hefst kl. 11 á laugardagsmorgun og er til ca kl. 16 með matarhléi. Á námskeiðinu læra þátttakendur þjóðlög frá fjórum löndum, Írlandi, Bandaríkjunum, Eistlandi og Íslandi. Kennari er Krista Sildoja.
Námskeiðið átti upphaflega að vera á Ísafirði en hefur verið flutt til Þingeyrar, þar sem það verður í húsnæði Tónlistarskólans í félagsheimilinu þar. Ástæður eru þær að nokkrir þátttakendanna eru frá Þingeyri og eins að alla helgina verður Karlakór Ísafjarðar við upptökur á nýjum hljómdiski í Tónlistarskólanum á Ísafirði.
Enn eru nokkur pláss laus á námskeiðinu og eru áhugasamir beðnir að hafa samband í dag við Kristu Sildoja í síma 862 9118.
Námskeiðið er ókeypis og eitt af framlögum Tónlistarskóla Ísafjarðar til hátíðarinnar VETURNÆTUR sem stendur yfir í Ísafjarðarbæ 21.-24.október.