Laugardaginn 23.október verður vestfirskum spilurum boðið upp á læra að leika þjóðlög eftir eyranu. Í Tónlistarskóla Ísafjarðar verður haldið námskeið undir yfirskriftinni „Þjóðlaganámskeið – Spilað eftir eyranu". Á námskeiðinu læra þátttakendur þjóðlög frá fjórum löndum, Írlandi, Bandaríkjunum, Eistlandi og Íslandi. Kennari er Krista Sildoja.
Námskeiðið fer fram í „Saumastofunni“ á 2.hæð Tónlistarskóla Ísafjarðar við Ausurveg 11 laugardaginn 23.október kl. 11-13 og 14-16.
Skráning á námskeiðið fer fram á skrifstofu Tónlistarskólans í síma 456-3925 eða á netfangið ritari@tonis.is
Námskeiðið er fyrir öll hljóðfæri (t.d. fiðlu, harmónikku, gítar, blásturshljóðfæri, hljómborð o.fl.) en ekki fyrir byrjendur. Þátttakendur þurfa að vera búnir að ná nokkrum tökum á hljóðfæri sínu. Hugsanlegt er að framhald verði á slíkum námskeiðum ef þátttaka er góð og áhugi fyrir því. Nánari upplýsingar veitir kennarinn, Krista Sildoja, í síma 862 9118.
Námskeiðið er ókeypis og haldið í tengslum við hátíðina VETURNÆTUR sem Ísafjarðarbær stendur fyrir nú í byrjun vetrar.