Syngja í Landskór ungmenna á Opnunarhátíð Hörpunnar

10. maí 2011 | Fréttir

 Fjórar stúlkur frá Ísafirði og ein frá Flateyri syngja með Landskór ungmenna á opnunarhátíð Hörpunnar föstudagskvöldið 13.maí.  Landskórinn var settur saman sérstaklega af þessu tilefni og er stjórnandi kórsins Þorgerður Ingólfsdóttir, en kórinn er skipaður á annað hundrað ungmennum víðs vegar að af landinu. Áheyrnarpróf fyrir kórinn voru haldin á Ísafirði snemma á árinu og voru sex ungmenni hér valin til þátttöku, en eitt þeirra varð að afþakka boðið. Stúlkurnar sem fara eru þær Agnes Ósk Marzellíusardóttir, Elma Sturludóttir, Kristín Ósk Sigurjónsdóttir, Linda Björg Guðmundsdóttir og Sunna Karen Einarsdóttir, en þær hafa allar stundað tónlistarnám og sungið með kórum í bænum. Skólinn óskar þessum ungu tónlistarkonum til hamingju með að fá að taka þátt í þessum merka viðburði sem opnun Hörpunnar er og eflaust á minningin um þessa hátíð eftir að vera þeim hjartfólgin alla ævi.

 

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is