Föstudaginn 9.september verða haldin svæðisþing kennara á Vestfjörðum og kennsla fellur niður – einnig í tónlistarskólum.
Tónlistarskólakennarar sækja sitt svæðisþing að þessu sinni til Bolungarvíkur og verður þar fjallað um ýmis þau efni, sem efst eru á baugi í tónlistarskólum. M.a. verður fjallað um reynsluna af áfangaprófakerfi tónlistarskólanna, heildstæða kennslu í tónfræðagreinum og hljóðfæraleik, nýlega kjarasamninga tónlistarkennara og loks verður kennurum boðið að taka þátt í tónsköpunarsmiðju undir leiðsögn Tryggva M. Baldvinssonar tónskálds.
Óhjákvæmilegt er að fella niður kennslu af þessum sökum og eru nemendur og forráðamenn beðnir að sýna því skilning.