Sumarfrí

14. júní 2018 | Fréttir

Tónlistarskólinn er komin í sumarfrí til 15.ágúst. Þá opnar skrifstofan klukkan 10:30 og hægt verður að ganga frá greiðslusamningum og kynna sér námsframboð og annað slíkt. Upplýsingar um námsframboð og verðskrá skólans (sem verður uppfærð innan tíðar) er hægt að nálgast á heimasíðu skólans. Hægt er að senda inn umsókn hvenær sem er í gegnum umsóknarformið á heimsíðunni og hvetjum við þá sem hafa áhuga á að sækja um að notfæra sér þann möguleika. Ef einhverjar spurningar vakna varðandi innritunarferlið eða námsframboð má senda póst á netfangið tonis@tonis.is

Hlökkum til að hitta alla á nýju skólaári !