Stundatöflur gætu orðið óreglulegar í tónleikavikunni

19. febrúar 2010 | Fréttir

Stundatöflur tónlistartímanna kunna að ruglast talsvert í næstu viku vegna undirbúnings fyrir miðsvetrartónleikana og aðalæfinga á fimmtudag og föstudag. Samleiksæfingar eru á ýmsum tímum og rekast þá kannski á fasta spilatíma barnanna.

Foreldrar eru hvattir til að fylgjast með því að börnin undirbúi sig af kostgæfni og samviskusemi fyrir tónleikana, mæti stundvíslega á æfingar og tónleika og hafi samband við kennarann, ef eitthvað kemur upp á.
Foreldrum skal bent á að hrós og umbun fyrir góða frammistöðu er ekki síður mikilvæg í tónlistinni en í íþróttunum. Kaupa smágjöf, bjóða upp á ís, pizzu, vídeókvöld o.s.frv.
 

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is