Stórkostleg opnunarhátíð!

23. júní 2010 | Fréttir

Tónlistarhátíðin Við Djúpið hófst í gær, þriðjudaginn 22.júní. með námskeiðshaldi og opnunartónleikum í Hömrum.

Dagný Arnalds. listrænn stjórnandi hátíðarinnar setti hátíðina í upphafi tónleikanna og ræddi um einstakt mikilvægi og samspil náttúru, mannauðs og tónlistar á Vestfjörðum.

Á tónleikunum léku þau Sif Tuliníus fiðluleikari og Árni Heimir Ingólfsson fjölbreytta og glæsilega dagskrá, verk eftir Prokofief, Biber, Bartók, Brahms og frumfluttu verk eftir Ólaf Óskar Axelsson. Húsfyllir var á tónleikunum og tónleikagestir yfir sig hrifnir af túlkun og tækni þessara frábæru flytjenda.

 

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is

Nýlegar færslur