Tónlistarskóli Ísafjarðar hefur tekið í notkun nýtt nemendabókhaldskerfi sem kallast SpeedAdmin.
Það gætu orðið einhverjir hnökrar hér og þar en vonandi ekkert alvarlegt.
Einnig fylgir þessu kerfi app sem hægt er að sækja í símana og þar inni er hægt að sjá stundaskrá nemenda, boða forföll og senda skilaboð á kennara.
Við hvetjum ykkur til að sækja SpeedAdmin appið og nota það. Í appinu er auðvelt að senda tilkynna forföll (þau berast beint til kennarans). Þar geta kennarar og forráðamenn einnig verið í beinum samskiptum.