Spænsk tónlist í fyrirrúmi á hádegistónleikum

23. júní 2010 | Fréttir

Fyrstu hádegistónleikar hátíðarinnar Við Djúpið voru haldnir í dag í anddyri grunnskólans við Aðalstræti.

Það var píanóleikarinn Héctor Eliel Marquez Fornieles sem sá um dagskrána í tali og tónum. Á fyrri hluta dagskrárinnar flutti hann píanóstykki eftir spænsku tónskáldin Albeniz. Turina, Granados og de Falla og sagði frá tónskáldunum og verkunum. Síðan gekk Sólveig Samúelsdóttir mezzósópran til liðs við hann og saman fluttu þau Fjóra söngva eftir Rodrigo og í lokin þrjá söngva eftir Héctor sjálfan og var það frumflutningur þeirra með píanóundirleik.

Mjög góður rómur var gerður að flutningnum en tónleikana sóttu um 70-80 manns.

 

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is

Nýlegar færslur