Sigrún Hjálmtýsdóttir, Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson halda glæsilega söngtónleika með lögum eftir Brahms, Mahler, Verdi, Gershwin og Bellini. Það kemur eflaust mörgum á óvart, en þetta er í fyrsta sinn sem þessir ástsælu listamenn þjóðarinnar halda saman tónleika.
Tónleikarnir eru áskriftartónleikar Tónlistarfélags Ísafjarðar en einnig verða seldir miðar við innganginn á kr. 2.000..Nemendur Tónlistarskólans, 20 ára og yngri, fá ókeypis aðgang.