SÖNGVEISLA: 7-9-13

1. september 2013 | Fréttir

Laugardaginn 7.september  nk.(happadaginn 7.9.13.)  verða tónleikar í Hömrum, tónleikasal Tónlistarskóla Ísafjarðar kl.15, þar sem Þóra Einarsdóttir sópransöngkona og Jónas Ingimundarson píanóleikari flytja  afar fallega  og fjölbreytta ljóðadagskrá. Á tónleikunum verða flutt verk eftir Wolfgang Amadeus Mozart, Þorkel Sigurbjörnsson, Claude Debussy, Jules Massenet, Gabriel Fauré, Reynaldo Hahn og Franz Schubert.
Þau Þóra og Jónas eiga langt og farsælt samstarf að baki.   Eins og kunnugt er er Þóra ein skærasta stjarnan á íslenskum „tónlistarhimni“ um þessar mundir og á að baki farsælan feril við óperuhús í Evrópu  auk þess sem hún hefur slegið í gegn hér heima í Íslensku óperunni og víðar. Þóra hefur einnig haldið fjölda einsöngstónleika og starfað sem einsöngvari með kórum og hljómsveitum hér heima og erlendis. Jónas hefur um áratuga skeið verið í fremstu röð tónlistarmanna hérlendis og ekki síst getið sér gott orð fyrir samstarf sitt með ljóðasöngvurum.
Tónleikarnir verða 4.og síðustu áskriftartónleikar Tónlistarfélags Ísafjarðar á starfsárinu 2012-2013. Áskriftarkort félagsmanna gilda en einnig er hægt að kaupa miða við innganginn. Miðaverð er kr. 2.000, en kr.1.500 fyrirörorku- og lífeyrisþega. Skólafólk 20 ára og yngri fær ókeypis aðgang.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is

Nýlegar færslur