Skrifstofan opnar – Innritun

13. ágúst 2014 | Fréttir

Skrifstofa Tónlistarskólans opnar mánudaginn 18. ágúst og hefst innritun nýrra nemenda þriðjudaginn 19. ágúst . Skrifstofan er opin frá kl. 10:00 til 15:30. Starfið í skólanum er fjölbreytt sem  fyrr.  Boðið er upp á kennslu á fjölda hljóðfæra, söng og slagverk auk forskóla , kóra, lúðrasveita og strengjasveita. Við minnum fyrra árs nemendur á að staðfesta umsóknir sínar frá því í vor.