Skráning stendur yfir

20. ágúst 2009 | Fréttir

Skráning í Tónlistarskóla Ísafjarðar fyrir veturinn fer fram fimmtudaginn 20.ágúst, föstudaginn 21. ágúst og mánudaginn 24.ágúst kl. 10-16 á skrifstofu skólans að Austurvegi 11 kl. 10-16.  Nýir nemendur þurfa að koma og skrá sig, en nemendur frá fyrra ári þurfa að staðfesta umsóknina frá í vor með greiðslu staðfestingargjalds og undirritun greiðslusamnings.

 

Fjárveiting til skólans af hálfu Ísafjarðarbæjar er mun lægri en í fyrra vegna niðurskurðar og því er gert ráð fyrir nokkurri fækkun nýnema. Þeir nemendur sem stunduðu nám í fyrra eiga að öllu jöfnu forgang í kennslu en einnig mun skólinn reyna að hleypa nýjum nemendum að eftir því sem auðið er. Gripið hefur verið til þess ráðs að stytta kennslutíma byrjenda og nemenda á 1.stigi, svo að fleiri fái tækifæri til að reyna sig. Einnig verður fækkað tímum í samleik, meðleik og tónfræðigreinum.

 

Nemendur og foreldrar eru hvattir til að ganga frá umsóknum og staðfesta þær sem allra fyrst þar sem hugsanlegt er að einhverjir biðlistir verði á vinsælustu hljóðfærin.

 

Kennsla hefst með skólasetningu mánudaginn 31.ágúst.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is