Skólatónleikar tónlistarnema í Grunnskólanum í Hömrum

12. mars 2010 | Fréttir

Undanfarin ár hefur skapast sú hefð að um miðjan vetur bjóða tónlistarnemar í nokkrum bekkjum Grunnskólans á Ísafirði skólafélögum sínum og kennurum til tónleika í Hömrum. Nk. mánudag og þriðjudag verða fernir tónleikar af þessu tagi í skólanum þar sem fram koma tónlistarnemar úr 3. 4., 5., 6. og 10.bekk, og eru þessir tónlistarnemar bæði frá Tónlistarskóla Ísafjarðar og Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar.

Dagskráin verður fjölbreytt og leikið á mörg ólík hljóðfæri, píanó, harmóníku, fiðlu, blokkflautu, þverflautu, klarinett, kornett saxófón, gítar og trommur.

Fyrstu tónleikarnir verða kl. 8.40 á mánudagsmorgun og þá leika nemendur í 6.bekk, kl. 10:20 sama dag leika nemendur úr vinabekkjunum 3. og 10.bekk. Á þriðjudag kl. 8:40 er röðin komin að 4.bekkingum og síðustu tónleikarnir verða þann dag kl. 10:20 með tónlistarnemum úr 5.bekk.

 

Meðf.mynd var tekin á skólatónleikum fyrir nokkrum árum.

 

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is

Nýlegar færslur