Skólatónleikar fóru fram í Hömrum, sal Tónlistarskólans, s.l. þriðjudag. Það voru nemendur og kennarar í 4. og 8. bekk Grunnskóla Ísafjarðar sem komu í heimsókn í þetta sinn og hlustuðu á bekkjarsystkini sín flytja tónlist úr ýmsum áttum á píanó, þverflautu, klarinett, trommur og fiðlu. Við þökkum þeim fyrir komuna og góðar undirtektir.