Skólatónleikar

21. mars 2012 | Fréttir

 Í dag voru svokallaðir skólatónleikar í Hömrum  þar sem tónlistarnemar úr þremur árgöngum léku á hljóðfæri fyrir bekkjafélaga sína og kennara.  Um er að ræða árvissan viðburð sem gefist hefur vel og er samstarfsverkefni Grunnskólans á Ísafirði, Tónlistarskóla Ísafjarðar og Listaskóla Rögnvaldar.   Að þessu sinni voru það 5. og 8. bekkur annars vegar og 4. bekkur hins vegar.  Nær 50{fcde07e706e9e50417e7ce882b806dad0dd411ec15064b6af1103d0390c39a04} nemenda í 4. bekk stunda tónlistarnám.  Allir stóðu sig með prýði og voru áheyrendur til fyrirmyndar og hlustuðu af áhuga.  Við þökkum nemendum og kennurum kærlega fyrir komuna og hlökkum til heimsóknar þeirra á næsta ári.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is