Skólatónleikar

17. mars 2011 | Fréttir

     Skólatónleikar eru samstarfsverkefni Grunnskólans á Ísafirði, Tónlistarskóla Ísafjarðar og Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar. 

Í morgun fóru fram tvennir skólatónleikar í Hömrum, hjá 5. bekk og 8. bekk.  Þetta fer þannig fram að árgangarnir nota eina kennslustund með kennurum sínum í Hömrum. þeir nemendur árgangsins sem stunda nám í tónlist leika fyrir bekkjafélaga sína.  Þessar samverustundir fara ávallt vel fram og njóta vinsælda.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is