Skólatónleikar eru samstarfsverkefni Grunnskólans á Ísafirði, Tónlistarskóla Ísafjarðar og Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar.
Í morgun fóru fram tvennir skólatónleikar í Hömrum, hjá 5. bekk og 8. bekk. Þetta fer þannig fram að árgangarnir nota eina kennslustund með kennurum sínum í Hömrum. þeir nemendur árgangsins sem stunda nám í tónlist leika fyrir bekkjafélaga sína. Þessar samverustundir fara ávallt vel fram og njóta vinsælda.