Tónlistarskóli Ísafjarðar – skólastjóri
Tónlistarskóli Ísafjarðar auglýsir laust til umsóknar starf skólastjóra við Tónlistarskóla Ísafjarðar.
Leitað er að öflugum og framsýnum leiðtoga til að leiða þróttmikið starf skólans. Viðkomandi þarf að hafa skýra framtíðarsýn hvað varðar tónlistarkennslu, vera skapandi og metnaðarfull(ur). Um er að ræða 100% starfshlutfall og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf 1. ágúst 2024.
Tónlistarskóli Ísafjarðar starfar í Ísafjarðarbæ. Nemendur eru á þriðja hundrað en, auk þess margir eingöngu í kór eða lúðrasveitum skólans. Kennarar eru 13 talsins af ýmsum þjóðernum. Markmið skólans hefur frá upphafi verið að veita almenna tónlistarfræðslu, einkum í hljóðfæraleik, og vinna að eflingu tónlistarlífs á Ísafirði með ýmsu móti. Frekari upplýsingar um starfsemina má finna á vef skólans: https://tonis.is/
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Stýrir skólanum og ber ábyrgð á daglegri starfsemi, starfsmannamálum, fjárhagsáætlunum og rekstri
- Veitir skólanum faglega forystu á sviði tónlistarkennslu og þróunar í skólastarfi
- Leiðir samstarf nemenda, starfsmanna, heimila og skólasamfélagsins í heild
- Vinnur að eflingu tónlistarlífs í sveitarfélaginu
- Ber ábyrgð á að skólastarfið sé í samræmi við námskrár og reglur sem í gildi eru um tónlistarskóla í landinu
- Annast skýrslugerð, s.s. gerð ársskýrslu og skýrslu til ráðuneytis, Hagstofu og annarra samstarfsaðila
- Dagleg umsjón og umráð skólamannvirkja
- Menntunar- og hæfniskröfur:
- Prófskírteini vegna tónlistarnáms
- Framhaldsmenntun á sviði tónlistar er kostur
- Viðbótarmenntun í stjórnun og/eða kennslureynsla
- Reynsla af stjórnun og rekstri
- Leiðtogahæfileikar og lipurð og færni í samskiptum
- Frumkvæði og drifkraftur
- Metnaður, hugmyndaauðgi og skipulagshæfni
- Hæfni til að miðla upplýsingum bæði í mæltu máli og rituðu
- Reynsla af þátttöku í þróunarstarfi (kostur)
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum.
Umsóknarfrestur er til og með 30.apríl 2024. Allar nánari upplýsingar um starfið gefur Bergþór Pálsson, skólastjóri, í síma 450 8340 eða 896 3389, eða í gegnum tölvupóst á netfangið bergthor@tonis.is
Umsókn skal skila til Steinþórs Bjarna Kristjánssonar á netfangið duik@simnet.is. Með umsókn þarf að fylgja kynningarbréf og greinargott yfirlit um nám og störf. Jafnframt afrit af leyfisbréfi, afrit af prófskírteinum, upplýsingar um þátttöku í þróunarstarfi á sviði skólamála og annað er málið varðar.
Við hvetjum konur, kvár og karla til að sækja um starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.