Lokahátíð og skólaslit Tónlistarskóla Ísafjarðar verða í Ísafjarðarkirkju fimmtudaginn 28. maí nk. kl. 18:00. Einungis mega 200 manns koma saman og höfum við stjórnendur skólans því ákveðið að nemendur fæddir 2011 og eldri geti mætt með einum forráðamanni. Tveggja- metra reglan hefur nú verið lögð í hendur hvers og eins skv. sóttvarnarlækni og beinum við þeim sem halda vilja þeirri reglu á efri hæð kirkjunnar. Okkur þykir leitt að þurfa takmarka aðgang að skólaslitunum en svona eru Covid-tímar. Vonandi verður það þó ekki til þess að enginn mæti, því að venju eru skólaslitin hátíðleg athöfn með fjölbreyttum og skemmtilegum tónlistaratriðum. Ávörp verða stutt því auðvitað er tónlistin sjálf í aðalhlutverki á skólaslitum tónlistarskóla.
Athöfninni verður streymt og mun hlekkur á hana verða birtur á facebook- og vefsíðu Tónlistarskóla Ísafjarðar.
Með góðri kveðju og von um að sjá 200 börn og forráðamenn þann 28. maí í Ísafjarðarkirkju.
Ingunn Ósk Sturludóttir
Skólastjóri