Skólasetning Tónlistarskóla Ísafjarðar fer fram í dag kl. 18  í Hömrum.  Á dagskránni verða samkvæmt venju ávörp skólastjóra og aðstoðarskólastjóra, en Ingunn Ósk Sturludóttir verður starfandi skólastjóri á komandi vetri í fjarveru Sigríðar Ragnarsdóttur.  Einnig verða flutt tónlistaratriði.  Allir velkomnir á setninguna.