Skólasetning kl. 6 í dag

2. september 2009 | Fréttir

Skólasetning Tónlistarskóla Ísafjarðar fer fram í dag kl 18 í Hömrum. Á dagskránni verða ávörp skólastjóra og aðstoðarskólastjóra, tónlistaratriði og pólskt söng- og dansatriði. Allir eru velkomnir á setninguna.
Innritun  hefur gengið vel, en ljóst er að þótt nemendum fækki nokkuð frá í fyrra er það kannski  minna en búast hefði mátt við. Foreldrar  eru augljóslega að setja tónlistarnám framarlega í forgangsröðina á þessum krepputímum.  Engir biðlistar hafa myndast en kennarar geta nú tekið  fleiri nemendur en áður, þar sem kennslustundir styst komnu nemendanna verða styttri.
Það er því enn hægt að bæta við fáeinum nemendum á flest hljóðfæri og söng. Skólinn hefur lagt á það áherslu  í niðurskurðinum að sem flestir fái tækifæri á að læra tónlist og fyrirhugað er að halda styttri tónlistarnámskeið er líður á veturinn. Kórastarf og forskóli mun að mestu liggja niðri til áramóta en í athugun er þó að halda slík námskeið fyrir jól.
Á Þingeyri verður full tónlistarkennsla eftir áramót er þau tónlistarhjón Krista og Raivo Sildoja koma úr leyfi.  Skólinn mun leitast við að veita tónlistarnemum þar lágmarksþjónustu til jóla og er verið að vinna að lausn þess máls.
Annars hefst kennsla skv. stundatöflum eftir næstu helgi og eru nemendur sem ekki hefur verið haft samband við beðnir að koma á skrifstofuna með stundatöflur  sínar úr öðrum skólum.